Jóhann Berg í sérflokki hjá Burnley

Jóhann Berg Guðmundsson.
Jóhann Berg Guðmundsson. AFP

Jóhann Berg Guðmundsson, landsliðsmaður í knattspyrnu, lagði upp tvö mörk fyrir Burnley í 4:0-sigri liðsins gegn Bournemouth í ensku úrvalsdeildinni í gær. Það er óhætt að segja að Jóhann Berg sé í sérflokki á þessu sviði hjá liðinu.

Aaron Lennon skoraði annað mark liðsins eftir sendingu Jóhanns og Ashley Barnes skoraði þriðja markið eftir að Jóhann átti skot í stöng.

Burnley er á sinni þriðju leiktíð í ensku úrvalsdeildinni í röð og hefur Jóhann nú lagt upp 13 mörk fyrir liðið í deild þeirra bestu á Englandi. Enginn kemur með tærnar þar sem hann hefur hælana, því hann hefur lagt upp heilum átta mörkum meira en nokkur annar hjá Burnley.

Þetta voru önnur og þriðja stoðsending hans á leiktíðinni, en í fyrra lagði hann upp átta mörk og tvö tímabilið þar á undan. Eftir sex umferðir er Burnley nú með fjögur stig í 16. sæti.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert