Jökull útskrifaður af spítala

Jökull Andrésson er samningsbundinn Reading.
Jökull Andrésson er samningsbundinn Reading. Ljósmynd/Reading FC

Markmaðurinn Jökull Andrésson hefur verið útskrifaður af spítala eftir skelfilegt atvik sem hann varð fyrir í leik í gær. Jökull, sem er samningsbundinn Reading, stóð á milli stanga Hungerford í leik gegn Wantage Town í forkeppni ensku bikarkeppninnar í fótbolta. 

Jökull er að láni hjá Hungerford og fékk hann hné andstæðings í andlitið á 73. mínútu með þeim afleiðingum að hann fékk aðhlynningu í um tíu mínútur, áður en leikurinn var flautaður af vegna atviksins. Jökull fór í kjölfarið upp á spítala, en nú hefur hann verið útskrifaður. 

Axel Óskar Andrésson, bróðir Jökuls og lánsmaður Viking í Noregi, greindi frá þessu á Twitter í dag. „Ég er ánægður að bróðir minn sé kominn heim aftur og byrjaður að brosa á ný. Hann fékk hné í andlitið á harkalegan hátt. Ég er mjög þakklátur að hann sé í lagi,“ er meðal þess sem Axel skrifaði á Twitter, en hann er einnig samningsbundinn Reading. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert