Hlakkar til mæta Mourinho

Frank Lampard.
Frank Lampard. AFP

Frank Lampard er spenntur að mæta sínum gamla þjálfara, José Mourinho, á Old Trafford annað kvöld en þá mætast Manchester United og Derby í 3. umferð ensku deildabikarkeppninnar í knattspyrnu.

Lampard tók við stjórastarfinu hjá Derby í sumar en hann lék lengi undir stjórn Mourinho hjá Chelsea.

„Ég hlakka til að sjá hann. Mourinho hafði mikil áhrif á minn feril í tvígang og sérstaklega í fyrra skiptið. Ég virði hann mikið fyrir það og það verður gaman að sjá hann aftur og mæta liði hans,“ segir Lampard sem sá sína menn vinna Brentford 3:1 í ensku B-deildinni um helgina.

„Þú finnur leikmenn José Mourinho í þjálfarastarfi út um allt því hann hefur átt svo mikilli velgengni að fagna á sínum ferli. Þessi leikur verður mikil áskorun fyrir mig mína leikmenn og við ætlum að gera eins vel og við getum,“ segir Lampard.

mbl.is