„Pogba er eitur“

Paul Pogba.
Paul Pogba. AFP

Framtíð Paul Pogba hjá Manchester United er í mikilli óvissu og líklegt er að hann verði seldur frá félaginu, annað hvort í janúar þegar félagaskiptagugginn opnast eða næsta sumar.

Alan Brazil sem á árum áður gerði garðinn frægan með skoska landsliðinu, Ipswich, Tottenham, Manchester United og fleiri liðum liggur ekki á skoðunum sínum varðandi Pogba.

„Mourinho hefur áttað sig á því að Pogba er fúlt egg. Pogba er frábær leikmaður en hann er eitur og Manchester United ætti að losa sig við hann við fyrsta tækifæri,“ sagði Brazil í talkSPORT.

„Ef Ferguson væri enn stjóri Manchester United væri Pogba ekki hjá félaginu. Ferguson myndi ekki treysta einhverjum með þetta orðspor, jafnvel þótt hann sé heimsmeistari. Ég tel að Mourinho hafi verið þolinmóður en ég held þolinmæði hans séu á þrotum,“ sagði Brazil í þættinum Sports Breakfast show.

Ítalíumeistarar Juventus og Spánarmeistarar Barcelona hafa bæði horft til Pogba með það fyrir augum að fá hann til liðs við sig.

„Ef eitthvað lið kemur með risatilboð þá held ég að Mourinho segi; Ég hef gert mistök með þennan strák. Ég get ekki stjórnað honum svo ég legg til að við tökum peningana. En hann verður að taka ákvörðun fyrir janúar því hann þarf að fylla hans skarð,“ sagði Brazil.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert