Dramatískt jafntefli á Brúnni

Daniel Sturridge bjargaði stigi fyrir Liverpool með stórkostlegu marki.
Daniel Sturridge bjargaði stigi fyrir Liverpool með stórkostlegu marki. AFP

Eden Hazard og Daniel Sturridge sáu um markaskorunina í dag þegar Chelsea tók á móti Liverpool á Stamford Bridge í stórleik ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu í dag en leiknum lauk með 1:1-jafntefli.

Liverpool var sterkari aðilinn framan af og voru leikmenn liðsins duglegir að skjóta á markið, þótt skotin hafi ekki alltaf farið á markið. Það var því gegn gangi leiksins þegar Eden Hazard kom Chelsea yfir á 25. mínútu eftir frábært samspil Chelsea-manna. Mateo Kovacic sendi Hazard í gegn sem kláraði frábærlega í fjærhornið með vinstri fæti af stuttu færi úr teignum og staðan því 1:0 í hálfleik.

Bæði lið fengu góð tækifæri til þess að skora í síðari hálfleik en inn vildi boltinn ekki. Það virtist því allt stefna í jafntefli þegar Daniel Sturridge kom inn á í liði Liverpool á 86. mínútu. Á 88. mínútu fékk Sturridge boltann, fyrir utan teig, og lét vaða úr kyrrstöðu með innanfótarskoti. Boltinn söng í samskeytunum og staðan orðin 1:1 og þannig fóru leikar.

Chelsea er áfram í þriðja sæti deildarinnar með 17 stig eftir fyrstu sjö umferðirnar en Liverpool er komið í annað sæti deildarinnar í 19 stig, jafnmörg stig og Englandsmeistarar Manchester City, en með lakari markatölu.

Chelsea 1:1 Liverpool opna loka
90. mín. Chelsea fær hornspyrnu
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert