Gylfi brenndi af víti en skoraði í tvígang

Will Hughes, leikmaður Watford, sparkar í boltann er Nacho Monreal …
Will Hughes, leikmaður Watford, sparkar í boltann er Nacho Monreal sækir að honum fyrir Arsenal á Emirates vellinum í dag. AFP

Gylfi Sigurðsson skoraði tvennu í góðum 3:0-sigri Everton á Fulham. í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Þá hafði Arsenal hafði betur gegn Watford á heimavelli sínum, Emirates, 2:0, þökk sé mörkum á lokakafla leiksins.

Gestirnir frá Watford voru lengst af síst lakari aðilinn en Craig Cathcart varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark á 81. mínútu og skömmu síðar innsiglaði Mesut Özil sigurinn fyrir Arsenal með öðru markinu.

Þá skoraði Gylfi Þór Sigurðsson tvennu í 3:0-sigri Everton á Fulham eftir að hann hafði áður í leiknum brennt af vítaspyrnu. Englandsmeistarar Manchester City voru ekki í vandræðum með Brighton, unnu 2:0-á heimavelli þökk sé mörkum Raheem Sterling og Sergio Agüero. Tottenham gerði sér svo góða ferð til Huddersfield og vann 2:0-en framherjinn Harry Kane skoraði bæði mörkin.

Úrslitin
Arsenal – Watford 2:0
Everton – Fulham 3:0
Huddersfield – Tottenham 0:2
Manchester City – Brighton 2:0
Newcastle – Leicester 0:2
Wolves Southampton 2:0

Gylfi í leik Everton gegn Arsenal um síðustu helgi.
Gylfi í leik Everton gegn Arsenal um síðustu helgi. AFP
Arsenal 2:0 Watford opna loka
90. mín. Fjórar mínútur í uppbótartíma.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert