Ferdinand ósáttur með leikmenn United

Rio Ferdinand var ekki ánægður með vinnuframlag leikmanna United í …
Rio Ferdinand var ekki ánægður með vinnuframlag leikmanna United í gær. AFP

Rio Ferdinand, fyrrverandi varnarmaður enska knattspyrnufélagsins Manchester United, var allt annað en sáttur með frammistöðu liðsins í gær í 3:1-tapi gegn West Ham í Lundúnum í ensku úrvalsdeildinni. Hann var álitsgjafi hjá BT Sport á meðan leiknum stóð og átti erfitt með að leyna vonbrigðum sínum í leikslok.

„Forráðamenn félagsins munu setjast niður eftir þennan leik og fara yfir málin. Leikmenn liðsins eru að klikka á algjörum grunnatriðum og það verður einhver að segja eitthvað. Þetta getur ekki haldið svona áfram, menn að rífast í fjölmiðlum, leikmenn að leka upplýsingum í fjölmiðla og svo klíkuskipting í klefanum. Ef þetta heldur svona áfram verður þetta eitt versta tímabil í sögu félagsins.“

„Þegar að þú ert knattspyrnumaður þá snýst þetta fyrst og fremst um baráttu og vilja. Ég sá það ekki hjá leikmönnum United í dag. Menn voru í vandræðum með tvær til þrjá einfaldar sendingar á milli manna. Það eru ekki nægilega margir leikmenn í liðinu tilbúnir að leggja eitthvað aukalega á sig fyrir liðið og það er til skammar,“ sagði Ferdinand pirraður.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert