Mun ekki skora eins mörg mörk

Mohamed Salah.
Mohamed Salah. AFP

Mohamed Salah, sóknarmaður Liverpool, hefur ekki sýnt sömu tilþrif á þessu tímabili og hann sýndi í fyrra en þá var Egyptinn algjörlega óstöðvandi.

Robbie Fowler, ein af goðsögnum Liverpool og markaskorari af guðs náð, segir að Salah muni koma til baka en hann reiknar þó ekki með því að Salah skori jafnmörg mörk og á síðasta tímabili.

Salah skoraði 44 mörk í öllum keppnum með Liverpool á síðustu leiktíð og var útnefndur leikmaður í ensku úrvalsdeildinni bæði af leikmönnum og fótboltablaðamönnum. Egyptinn hefur farið frekar rólega af stað á þessu tímabili og hefur aðeins skoraði 3 mörk í 11 leikjum eða helmingi færri en hann hafði skorað eftir jafnmarga leiki í fyrra.

„Ég er ekki að segja að hann hafi átt slakt tímabil til þessa. Hann er enn þá frábær leikmaður en að endurtaka það sem hann gerði í fyrra verður ótrúlegt. Ég held að hann muni skora fullt af mörkum en ekki eins mörg og á síðustu leiktíð.

Það sem mér líkar við Mohamed er að vinnuframlag hans inni á vellinum er frábært. Það sem ég myndi meira óttast er ef hann væri ekki að fá færin,“ segir Fowler.

mbl.is