Vertonghen úr leik fram í desember

Jan Vertonghen.
Jan Vertonghen. AFP

Tottenham hefur staðfest að belgíski landsliðsmaðurinn Jan Vertonghen verði frá keppni fram í desember en hann er illa tognaður í læri.

Miðvörðurinn sterki meiddist í leik á móti Huddersfield í lok september og reiknað með því að hann verði frá keppni næstu tvo mánuðina.

Hann kemur til með að missa af næstu sex deildarleikjum Tottenham sem og leikjunum á móti PSV Eindhoven og Inter í Meistaradeildinni og leiknum gegn Íslendingum í Þjóðadeild UEFA sem fram fer í Brüssel um miðjan næsta mánuð.

mbl.is