Hazard þótti betri en Gylfi

Eden Hazard á Laugardalsvellinum.
Eden Hazard á Laugardalsvellinum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Belginn Edin Hazard var í dag útnefndur besti leikmaður septembermánaðar í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Gylfi Þór Sigurðsson var á meðal þeirra sem tilnefndir voru. 

Niðurstaðan kom líklega fáum á óvart því Hazard var hlaðinn lofi fyrir frammistöðu sína með Chelsea í september. Ekki er nein HM þynnka sjáanleg hjá kappanum en hann lék einnig afar vel fyrir Belga á HM í Rússlandi. Hazard gaf sér einnig tíma í september til þess að skora gegn Íslandi á Laugardalsvellinum. 

Fjórir aðrir leikmenn voru tilnefndir fyrir utan Hazard og Gylfa: Willy Boly hjá Úlfunum, Alexandre Lacazette hjá Arsenal, James Maddison hjá Leicester, Raheem Sterling hjá Man City. 

mbl.is