De Gea fer hægt í sakirnar

David de Gea verður samningslaus næsta sumar.
David de Gea verður samningslaus næsta sumar. AFP

David de Gea, markmaður enska knattspyrnufélagsins Manchester United, ætlar ekki að skrifa undir nýjan samning við Manchester United í hraði en Spánverjinn verður samningslaus næsta sumar. 

Enskir fjölmiðlar greina frá því í kvöld að De Gea ætli að bíða og sjá hvað félagið geri í þjálfaramálum liðsins en samkvæmt miðlum á Englandi hefur José Mourinho, knattspyrnustjóri liðsins, lent upp kant við nokkra leikmenn liðsins að undanförnu og þá eru mörg innanbúðarvandamál hjá félaginu sem Spánverjinn vill sjá leyst sem allra fyrst.

De Gea hefur verið sterklega orðaður við Real Madrid undanfarin ár en hann kom til Manchester United frá Atlético Madrid árið 2011 og hefur verið besti leikmaður United undanfarin ár. Real Madrid keypti Thibaut Courtois frá Chelsea í sumar og því verður að teljast ólíklegt að De Gea endi hjá Real Madrid. PSG er sagt áhugasamt um leikmanninn sem er af mörgum talinn besti markmaður heims í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert