Van Dijk sendur heim til Liverpool

Virgil van Dijk fagnar marki sínu í gær.
Virgil van Dijk fagnar marki sínu í gær. AFP

Hollenski varnarmaðurinn Virgil van Dijk, varnarmaður Liverpool, hefur verið sendur heim í herbúðir félagsins úr landsliðsverkefni Hollands. Hann er að glíma við meiðsli.

Van Dijk skoraði fyrir Holland í 3:0-sigri á Þýskalandi í Þjóðadeildinni í gær, en eftir leikinn var ákveðið að senda hann heim til Liverpool til skoðunar. Ronald Koeman landsliðsþjálfari sagði að um varúðarráðstöfun væri að ræða en að meiðslin væru ekki alvarleg. Van Dijk mun engu að síður ekki vera með í vináttuleik Hollands og Belgíu á þriðjudag.

Van Dijk er annar Liverpool-maðurinn sem verður fyrir hnjaski í landsliðsverkefni á örfáum dögum, en Mohamed Salah meiddist í leik með Egyptalandi á dögunum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert