Klopp með Insigne í sigtinu

Jürgen Klopp.
Jürgen Klopp. AFP

Jürgen Klopp knattspyrnustjóri Liverpool er sagður ætla að reyna að fá ítalska landsliðsmanninn Lorenzo Insigne til liðs við sig í sumar.

Insigne er 27 ára gamall sóknarsinnaður miðjumaður sem leikur með ítalska liðinu Napoli en liðið hafði betur gegn Liverpool 1:0 þegar þau mættust í riðlakeppni Meistaradeildarinnar á dögunum. Insigne skoraði sigurmarkið í þeim leik á lokamínútum leiksins.

Isigne, sem hefur spilað 29 leiki með ítalska landsliðinu, hefur farið vel af stað með Napoli á leiktíðinni og hefur skorað 7 mörk í öllum keppnum.

mbl.is