Mourinho vill fá fjóra í janúarglugganum

José Mourinho.
José Mourinho. AFP

José Mourinho, knattspyrnustjóri Manchester United, er sagður vilja fá fjóra leikmenn til liðs við sig þegar opnað verður fyrir félagaskipti í janúar.

Leikmennirnir sem Mourinho hefur augastað á eru Króatarnir Ivan Perisic og Ante Rebic og Serbarnir Sergej Milinkovic-Savic og Nikola Milenkovic. Mourinho telur nauðsynlegt að styrkja leikmannahóp sinn en vandræðagangur hefur verið á liði Manchester United á leiktíðinni og er það í áttunda sæti deildarinnar.

Það gæti hins vegar orðið erfitt fyrir portúgalska knattspyrnustjórann að sannfæra stjórn Manchester United um að fá fé til að kaupa fjórmenningana en það ætti að skýrast á næstu vikum hvort Mourinho verði ágengt í þessum efnum.

mbl.is