Shaw að fá nýjan og betri samning

Luke Shaw.
Luke Shaw. AFP

Breskir fjölmiðlar greina frá því að vinstri bakvörðurinn Luke Shaw sé við það að gera nýjan samning við Manchester United en núgildandi samningur hans við félagið rennur út í sumar.

Shaw hefur verið í viðræðum við Manchester-liðið síðustu vikurnar um nýjan og betri samning og samkvæmt heimildum Daily Mail mun Shaw frá 150 þúsund pund í vikulaun en sú upphæð jafngildir um 23 milljónum króna. Þar með yrði hann einn hæst launaði varnarmaður heims en vikulaun Shaw í dag eru 100 þúsund pund.

Shaw er 23 ára gamall og kom til Manchester United frá Southampton fyrir fjórum árum. Bakvörðurinn varð fyrir alvarlegum hnémeiðslum í leik gegn PSV í Meistaradeildinni í septembermánuði 2015. Hann var frá keppni í tæpt eitt ár og á tímabili var óljóst hvort hann ætti afturkvæmt út á völlinn á ný. Shaw hefur verið einn besti leikmaður Manchester United á þessu tímabili og vann sér sæti í enska landsliðinu á nýjan leik.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert