Mourinho líklegastur

José Mourinho.
José Mourinho. AFP

José Mourinho, knattspyrnustjóri Manchester United, er efstur á blaði hjá breska veðbankanum William Hill um að verða fyrsti stjórinn í ensku úrvalsdeildinni sem verður látinn taka poka sinn á tímabilinu.

Það var mikil pressa á Mourinho fyrir leikinn á móti Newcastle en í aðdraganda leiksins birtust fréttir af því að hann yrði látinn fara hvernig sem leikurinn færi. Þessum fréttum hafnaði Manchester-liðið og United lagði Newcastle í dramatískum leik eftir að hafa lent 2:0 undir.

Allra augu munu verða á Mourinho á laugardaginn en þá mætir hann á sinn gamla heimavöll, Stamford Bride, þegar Chelsea og United eigast við. Mark Hughes (Southampton) þykir líklegastur á eftir Mourinho að verða rekinn og þar á eftir koma Neil Warnock (Cardiff), Rafael Benítez (Newcastle) og Slavisa Jokanovic (Fulham).

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert