Shaw búinn að skrifa undir

Luke Shaw.
Luke Shaw. AFP

Breskir fjölmiðlar greina frá því að bakvörðurinn Luke Shaw hafi ritað nafn sitt undir nýjan samning við Manchester United.

Nýi samningurinn gildir til fimm ára en samningur hans átti að renna út eftir tímabilið. Shaw kemur til með að hækka verulega í launum en hann er sagður fá 190 þúsund pund á viku en sú upphæð jafngildir um 30 milljónum króna.

Shaw er 23 ára gam­all og kom til Manchester United frá Sout­hampt­on fyr­ir fjór­um árum. Bakvörður­inn varð fyr­ir al­var­leg­um hné­meiðslum í leik gegn PSV í Meist­ara­deild­inni í sept­em­ber­mánuði 2015.

Hann var frá keppni í tæpt eitt ár og á tíma­bili var óljóst hvort hann ætti aft­ur­kvæmt út á völl­inn á ný. Shaw hef­ur verið einn besti leikmaður Manchester United á þessu tíma­bili og vann sér sæti í enska landsliðinu á nýj­an leik.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert