Aron Einar verður í leikmannahópi Cardiff

Aron Einar Gunnarsson.
Aron Einar Gunnarsson. Ljósmynd/Cardiff

Landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson verður í leikmannahópi Cardiff í fyrsta sinn á tímabilinu á morgun þegar liðið tekur á móti Fulham í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu.

Neil Warnock knattspyrnustjóri Cardiff greindi frá þessu á vikulegum fréttamannafundi í dag. Hann sagði að það muni koma í ljós á morgun hvort Aron Einar byrji inni á eða ekki en hans hefur verið sárt saknað í liði nýliðanna á tímabilinu.

Aron Einar hefur glímt við meiðsli undanfarna mánuði en síðasti leikur hans var gegn Króötum í lokaumferð riðlakeppninnar á HM.

Cardiff situr á botni deildarinnar en liðið hefur aðeins innbyrt tvö stig úr fyrstu átta leikjum sínum í deildinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert