Ég mun hafa stjórn á mér

José Mourinho.
José Mourinho. AFP

José Mourinho mætir á sinn gamla heimavöll á morgun þegar Manchester United sækir Chelsea heim í stórleik helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu.

„Fyrir mér er þetta bara annar leikur. Mun ég fagna eins og brjálæðingur ef lið mitt skorar eða vinur á Stamford Bridge? Ég held ekki. Ég held að ég myndi reyna alltaf að hafa stjórn á sjálfum mér og bera virðingu fyrir vellinum og stuðningsmönnunum sem voru mínir stuðningsmenn í mörg ár,“ sagði Mourinho á fréttamannafundi í dag.

Chelsea hefur verið í góðum gír á tímabilinu. Liðið er taplaust og er í toppsætinu ásamt Manchester City og Liverpool en það hefur verið bras á liði United sem er í áttunda sæti deildarinnar.

Fyrir landsleikjafríið vann United dramatískan 3:2 sigur á Newcastle eftir að hafa lent 2:0 undir snemma leikins.

„Ég held að leikmenn mínir séu í fínu lagi. Þeir eru ánægðir og eru einbeittir fyrir leikinn á móti Chelsea,“ sagði Mourinho.

Mourinho var í vikunni kærður af enska knattspyrnusambandsins fyrir ummæli eftir leikinn á móti Newcastle en þegar hann gekk út af vellinum sagði hann einhver vel valin orð á portúgölsku. Aganefnd enska knattspyrnusambands fékk varalesara til að greina hvað Mourinho sagði og í kjölfarið var hann kærður. Mourinho fékk frest til dagsins í dag til að svara kærunni en fresturinn hefur nú verið framlengdur til miðvikudagsins.

mbl.is