Keita ekki með og óvíst með nokkra

Naby Keita.
Naby Keita. AFP

Naby Keita, miðjumaður Liverpool, verður ekki með á morgun þegar Liverpool sækir Hudderfield heim í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu.

Keita var einn af nokkrum leikmönnum Liverpool sem meiddist í leikjum með landsliðum sínum en Keita tognaði í læri í leik með Gíneu.

Virgil van Dijk, Mohamed Salah, Sadio Mané og James Milner meiddust einnig og sagði Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, á fréttamannafundi í dag að ástand leikmannanna yrði kannað frekar í dag og fram að leik.

Liverpool er taplaust eftir átta umferðir í deildinni eins og Manchester City og Chelsea en öll liðin eru með 20 stig í toppsætum deildarinnar.

mbl.is