Hádramatík hjá Chelsea og Man Utd

Luke Shaw og Paul Pogba, leikmenn United í baráttu við …
Luke Shaw og Paul Pogba, leikmenn United í baráttu við Willian hjá Chelsea í dag. AFP

Manchester United og Chelsea skildu jöfn í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag eftir hádramatískar lokamínútur. Ross Barkley skoraði jöfnunarmark Chelsea á sjöttu mínútu í uppbótartíma. 

Chelsea byrjaði betur og Antonio Rüdiger skoraði einfalt mark eftir hornspyrnu Willan á 21. mínútu og reyndist það eina mark fyrri hálfleiks. Eftir tíu mínútna leik jafnaði Anthony Martial metin með skoti af stuttu færi. 

Á 73. mínútu var Martial aftur á ferðinni er hann kláraði afar vel í bláhornið og kom hann United yfir. Allt benti til þess að Jose Mourinho væri að ná í þrjú stig á gamla heimavöllinn, þegar Ross Barkley skoraði á sjöttu mínútu uppbótartímans og þar við sat. 

Chelsea fór upp í toppsætið með stiginu, en Manchester City og Liverpool geta komist í toppsætið síðar í dag. Manchester United er enn í áttunda sæti. 

Chelsea 2:2 Man. Utd opna loka
90. mín. Sex mínútur í uppbótartíma.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert