Liverpool slapp með skrekkinn

Mohamed Salah og Virgil van Dijk fagna marki þess fyrrnefnda …
Mohamed Salah og Virgil van Dijk fagna marki þess fyrrnefnda í leiknum í dag.

Mohamed Salah reyndist hetja Liverpool þegar liðið vann 1:0-útisigur gegn Huddersfield í 9. umferð ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu í dag.

Fyrri hálfleikurinn var afar tíðindalítill og það var ekki fyrr en á 24. mínútu sem dró til tíðinda. Leikmenn Liverpool héldu boltanum vel á milli sín og Xherdan Shaqiri átti svo frábæra stungusendingu á Mohamed Salah sem kláraði frábærlega með hægri fæti í fjærhornið og staðan því 1:0 í hálfleik.

Síðari hálfleikurinn var fjörlegri en sá fyrri og voru heimamenn í Huddersfield sterkari aðilinn. Þeir fengu nokkur góð færi til þess að jafna metin en inn vildi boltann ekki og Liverpool stálheppið að fara með sigur af hólmi.

Liverpool er komið í annað sæti ensku úrvalsdeildarinnar í 23 stig, líkt og Manchester City en City er með talsvert betri markatölu. Huddersfield er hins vegar í slæmum málum í næstneðsta sæti deildarinnar með 3 stig, þremur stigum frá öruggu sæti.

Huddersfield 0:1 Liverpool opna loka
90. mín. Leik lokið Leik lokið með 1:0 sigri Liverpool.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert