Aron byrjaði í fyrsta sigri Cardiff

Aron Einar Gunnarsson spilaði í 77 mínútur með Cardiff í …
Aron Einar Gunnarsson spilaði í 77 mínútur með Cardiff í dag. Ljósmynd/Cardiff

Jóhann Berg Guðmundsson var í byrjunarliði Burnley sem tapaði illa á útivelli fyrir Englandsmeisturum Manchester City í 9. umferð ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu en leiknum lauk með 5:0-sigri City. Sergi Agüero, Bernardo Silva, Fernandinho, Riyad Mahrez og Leroy Sané sáu um markaskorun City í leiknum en Jóhann Berg spilaði allan leikinn á hægri kantinum hjá Burnley. City er á toppi deildarinnar með 23 stig en Burnley er í þrettánda sætinu með 8 stig.

Landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson var í byrjunarliði Cardiff í fyrsta sinn á þessari leiktíð þegar Cardiff fékk Fulham í heimsókn þar sem heimamenn í Cardiff fóru með sigur af hólmi í markaleik, 4:2. André Schürrle kom Fulham yfir á 11. mínútu en Josh Murphy og Bobby Reid skoruðu tvígegis fyrir Cardiff með stuttu millibili áður en Ryan Sessegnon jafnaði metin fyrir Fulham á 34. mínútu. Callum Paterson og Kadeem Harris skoruðu tvívegis fyrir Cardiff í seinni hálfleik en þetta var fyrsti sigur liðsins á leiktíðinni. Aroni var skipt af velli á 77. mínútu en Cardiff er í sautjánda sæti deildarinnar með 5 stig en Fulham er í átjánda sætinu með 5 stig.

Érik Lamela tryggði Tottenham 1:0-sigur gegn West Ham á London Stadium en Lamela skoraði eina mark leiksins á 44. mínútu. Tottenham er í þriðja sæti deildarinnar með 21 stig en West Ham er í fimmtánda sætinu með 7 stig. Watford vann 2:0-sigur á Wolves á útivelli þar sem þeir Étienne Capoue og Roberto Pereyra skoruðu mörk Watford en þau komu bæði í fyrri hálfleik. Watford er í sjöunda sæti deildarinnar með 16 stig en Wolves er í áttunda sætinu með 15 stig.

Beram Kayal var hetja Brighton gegn Newcastle en hann tryggði Brighton 1:0-sigur með marki á 29. mínútu. Brighton er í tólfta sæti deildarinnar með 11 stig en Newcastle er í neðsta sæti deildarinnar með 2 stig. Þá gerðu Bournemouth og Southampton markalaust jafntefli í Bournemouth en Southampton er í sextánda sæti deildarinnar með 6 stig en Bournemouth er í sjötta sætinu með 17 stig.

Man. City 5:0 Burnley opna loka
90. mín. Leik lokið Leik lokið með 5:0-sigri Manchester City.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert