Þriðji sigur Everton í röð

Richarlison sækir að marki Crystal Palace.
Richarlison sækir að marki Crystal Palace. AFP

Gylfi Þór Sigurðsson var í byrjunarliði Everton og spilaði allan leikinn þegar liðið vann sinn þriðja sigur í röð í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu gegn Crystal Palace á Goodison Park í dag en leiknum lauk með 2:0-sigri Everton.

Fyrri hálfleikurinn var afar bragðdaufur og hvorugu liðinu tókst að skapa sér afgerandi marktækifæri. Á 60. mínútu fór Wilfried Zaha niður í teignum eftir viðskipti sín við Séamus Coleman og vítaspyrna dæmd. Luka Milivojevic fór á punktinn en Jordan Pickford varði frá honum.

Það var svo Dominic Calvert-Lewin sem kom Everton yfir á á 87. mínútu eftir laglega fyrirgjöf Ademola Lookman og staðan orðin 1:0. Cenk Tosun innsiglaði svo sigur Everton á 88. mínútu þegar hann slapp einn í gegn og kláraði vel á milli fóta Wayne Hennessey í marki Crystal Palace.

Everton er komið í áttunda sæti deildarinnar í 15 stig og er nú einungis þremur stigum frá Evrópusæti en Crystal Palace er áfram í fimmtánda sæti deildarinnar með 7 stig, tveimur stigum frá fallsæti.

Dominic Calvert-Lewin kom Everton á bragðið gegn Crystal Palace í ...
Dominic Calvert-Lewin kom Everton á bragðið gegn Crystal Palace í dag. AFP
Uppfærist sjálfkrafa meðan leikur er í gangi

Allar lýsingar í beinni

Everton 2:0 Crystal Palace opna loka
90. mín. Leik lokið Leik lokið með 2:0-sigri Everton.
mbl.is