Allir gera mistök

José Mourinho og Maurizio Sarri takast í hendur á Stamford …
José Mourinho og Maurizio Sarri takast í hendur á Stamford Bridge. AFP

Aganefnd enska knattspyrnusambandsins hefur kært Marco Ianni úr þjálfarateymi Chelsea fyrir ósæmilega hegðun undir lok leiks Chelsea og Manchester United í ensku úrvalsdeildinni á laugardaginn.

Chel­sea jafnaði þá met­in í upp­bót­ar­tíma og Marco Ianni, aðstoðarmaður Maurizio Sarri, knatt­spyrn­u­stjóra Chel­sea, hljóp að José Mour­in­ho og fagnaði inni­lega beint fyr­ir fram­an hann. Mour­in­ho, nú­ver­andi stjóri United, er sem kunn­ugt er fyrr­ver­andi stjóri Chel­sea og var ekki ánægður með þessa ögr­un.

Mourinho sagði á fréttamannafundi í dag fyrir leikinn gegn Juventus í Meistaradeildinni annað kvöld að bæði Sarri og Ianni hafi beðist afsökunar.

„Ianni hefur beðið mig afsökunar og ég tók henni. Ég tel að hann verðskuldi annað tækifæri og verðskuldar ekki að verða rekinn. Allir gera mistök og ég hef sjálfur gert fullt af mistökum,“ sagði Mourinho, sem ekki verður kærður af aganefndinni fyrir sinn þátt í upphlaupinu sem varð í lok leiksins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert