Tíundi sigur Arsenal í röð

Pierre-Emerick Aubameyang fagnar marki í kvöld.
Pierre-Emerick Aubameyang fagnar marki í kvöld. AFP

Arsenal er heldur betur á flugi þessa dagana en liðið vann í kvöld sinn 10. sigur í röð í öllum keppnum þegar það lagði Leicester 3:1 í lokaleik 9. umferðar ensku úrvalsdeildinnar í knattspyrnu.

Gestirnir frá Leicester voru sterkari fyrsta hálftíma leiksins. Héctor Bellerin skoraði sjálfsmark á 31. mínútu sem Ben Chilwell átti allan heiðurin af. Eftir þetta mark vaknaði Arsenal til lífsins. Mesut Özil jafnaði metin á lokamínútunni og í síðari hálfleik réð Arsenal lögum og lofum með Özil í aðalhlutverki. Þjóðverjinn lagði upp tvö mörk fyrir Pierre-Emerick Aubameyang sem hann skoraði með þriggja mínútna millibili, nýkominn inn á sem varamaður.

Þetta var sjöundi sigur Arsenal í röð í deildinni en Lundúnaliðið hóf tímabilið í deildinni með því að tapa fyrir Manchester City og Chelsea. Með sigrinum í kvöld komst Arsenal upp í 4. sætið með 21 stig og er aðeins tveimur stigum á eftir Manchester City og Liverpool.

Ben Chilwell og Hector Bellerin í baráttu um boltann á …
Ben Chilwell og Hector Bellerin í baráttu um boltann á Emirates í kvöld. AFP
Arsenal 3:1 Leicester opna loka
90. mín. Uppbótartíminn að er minnsta kosti 3 mínútur.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert