Ég er ánægður hérna

Mourinho fær sér vatnssopa á fréttamannafundinum í dag.
Mourinho fær sér vatnssopa á fréttamannafundinum í dag. AFP

José Mourinho, knattspyrnustjóri Manchester United, segist vera ánægður hjá félaginu og vill gjarnan gera nýjan samning þegar núgildandi samningur hans við Manchester-liðið rennur út.

Sögusagnir hafa verið í gangi um að Real Madrid vilji endurnýja kynnin við Mourinho en þjálfari spænska stórliðsins, Julen Lopetegui, er undir mikilli pressu eftir afleitt gengi liðsins undanfarnar vikur.

„Ég er ánægður hérna og allt það sem ég hugsa um þessa stundina er Manchester United. Ég vil vera hér út minn samning og ég myndi gjarnan vilja halda áfram eftir að hann rennur út,“ sagði Mourinho við fréttamenn í dag en lið hans tekur á móti Juventus í Meistaradeildinni annað kvöld.

Samningur Portúgalans við Manchester United rennur út árið 2020 en hann hefur eins og Lopetegui legið undir gagnrýni vegna slaks árangurs United á leiktíðinni.

mbl.is