Endar Man. Utd í neðri hlutanum í kvöld?

Shinji Okazaki og félagar í Leicester geta sent Anthony Martial ...
Shinji Okazaki og félagar í Leicester geta sent Anthony Martial og aðra leikmenn Man. Utd. í neðri hlutann í kvöld. AFP

Lokaleikur níundu umferðar ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu fer fram í kvöld, Arsenal tekur á móti Leicester klukkan 19.

Arsenal er fyrir leikinn í fimmta sæti deildarinnar með 18 stig, en með sigri mun liðið jafna Chelsea og Tottenham að stigum í næstu tveimur sætum fyrir ofan. Þaðan eru svo tvö stig upp í toppliðin tvö, Manchester City og Liverpool, sem bæði hafa 23 stig.

Leicester er aftur á móti með 12 stig í 11. sæti og með sigri fer liðið upp fyrir Manchester United sem hefur 14 stig í 10. sæti. Lærisveinar José Mourinho gætu því setið í neðri hluta deildarinnar eftir þessa níundu umferð.

mbl.is