Hart sótt að Hazard

Eden Hazard er markahæstur í ensku úrvalsdeildinni með 7 mörk.
Eden Hazard er markahæstur í ensku úrvalsdeildinni með 7 mörk. AFP

Eftir níu umferðir í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu er Belginn Eden Hazard, leikmaður Chelsea, markahæstur en það stefnir í harða keppni um markakóngstitilinn á þessu tímabili.

Gabonmaðurinn Pierre-Emerick Aubameyang blandaði sér í baráttuna í kvöld þegar hann skoraði tvö mörk í 3:1 sigri Arsenal gegn Leicester í kvöld.

Markahæstu leikmenn:

7 - Eden Hazard, Chelsea
6 - Sergio Agüero, Manchester City
6 - Pierre-Emerick Aubameyang, Arsenal
5 - Harry Kane, Tottenham
5 - Aleksandar Mitrovic, Fulham
5 - Glenn Murray, Brighton

mbl.is