Hið sanna mun koma í ljós

Cristiano Ronaldo á fréttamannafundinum á Old Trafford nú síðdegis.
Cristiano Ronaldo á fréttamannafundinum á Old Trafford nú síðdegis. AFP

Cristiano Ronaldo er mættur til Manchesterborgar en hann og félagar hans í ítalska meistaraliðinu Juventus mæta Manchester United í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu á Old Trafford annað kvöld.

Víst er að Ronaldo mun fá góðar móttökur hjá stuðningsmönnum Manchester United en hann lék með liðinu frá 2003 til 2009. Ronaldo varð þrisvar sinnum Englandsmeistari með United, einu sinni Evrópumeistari, einu sinni bikarmeistari og vann deildabikarinn í tvígang með félaginu.

„Það er sérstakt fyrir mig að snúa aftur til Manchester. Hér á ég margar minningar frá sigrum og ástúð og þá sérstaklega frá Sir Alex Ferguson sem ég sendi góðar kveðjur. Hann er manneskja sem hjálpaði mér mikið,“ sagði Ronaldo á fréttamannafundi í Manchester nú síðdegis.

„Þetta verður erfiður leikur. Við vitum að Manchester United með gott lið og það spilar á heimavelli. Þetta verður erfitt en við er með okkar vopn. Við erum Juventus og ég veit að ef við spilum vel og spilum eins og þjálfarinn vil að við spilum þá eigum við góða möguleika á sigri. En við verðum að bera virðingu fyrir Manchester United því það er frábært lið og með reyndan þjálfara í brúni.“

Ronaldo hefur staðið í ströngu síðustu vikurnar vegna áskana um nauðgun sem á að hafa átt sér stað fyrir áratug.

„Auðvitað ætla ég ekkert að ljúga um þessa stöðu. Lögfræðingar mínir eru bjartsýnir og það er ég líka. Það sem mestu máli skiptir er að ég njóti fótboltans og lífsins. Ég hef fólk sem annast líf mitt. Hið sanna mun koma í ljós í þessu máli. Ég hef allt. Ég spila með frábæru liði og á yndislega fjölskyldu. Ég er hamingjusamur maður,“ sagði Ronaldo.

 

mbl.is