Mourinho talaði um blendnar tilfinningar

José Mourinho á æfingasvæði United í morgun.
José Mourinho á æfingasvæði United í morgun. AFP

José Mourinho, knattspyrnustjóri Manchester United, sat fyrir svörum á fréttamannafundi í dag fyrir leik liðsins gegn Juventus í Meistaradeild Evrópu á morgun.

Mourinho staðfesti það að Alexis Sánchez sé ekki leikfær og minntist svo á hvað hann er ánægður með frammistöðu United að undanförnu.

„Geta United hefur komið fram í síðustu tveimur leikjum; hvernig við getum spilað og hvernig við viljum spila. Við munum reyna að halda því áfram,“ sagði Mourinho, en liðið gerði dramatískt 2:2 jafntefli við Chelsea í ensku úrvalsdeildinni um helgina. Þá fékk liðið á sig jöfnunarmark í blálokin.

„Það voru blendnar tilfinningar eftir leikinn gegn Chelsea. Ég sagði leikmönnum að við megum ekki tapa gleðinni heldur verðum að treysta á sjálfstraustið sem við höfum byggt upp. Að sama skapi verðum við að nota pirringinn til þess að gíra okkur upp fyrir jafn stóran leik og þennan. Ég var stoltur af strákunum og það er gott veganesti fyrir svona stóran leik,“ sagði Mourinho fyrir viðureignina við Juventus.

mbl.is