Jafnt í stórleiknum og Liverpool á toppinn

Trent Alexander-Arnold og Pierre Emerick-Aubameyang eigast við í dag.
Trent Alexander-Arnold og Pierre Emerick-Aubameyang eigast við í dag. AFP

Liverpool er komið á toppinn í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta eftir 1:1-jafntefli á móti Arsenal á útivelli í stórleik 11. umferðarinnar í dag. Leikurinn var afar skemmtilegur og hefðu fleiri mörk getað litið dagsins ljós. 

Bæði lið skoruðu mörk í fyrri hálfleik sem voru dæmd af vegna rangstöðu. Sadio Mané setti boltann fyrst í markið eftir að Roberto Firmino skaut í stöng. Mané tók frákastið, skoraði, en flaggið fór á loft, en dómurinn var rangur. 

Alexandre Lacazette skoraði svo af stuttu færi eftir sterkan skalla Shkodran Mustafi, en aftur fór flaggið á loft og í þetta skiptið var það réttur dómur og var staðan í hálfleik markalaus. 

James Milner skoraði fyrsta löglega markið á 61. mínútu er hann kláraði vel eftir mistök hjá Bernt Leno í marki Arsenal. Þjóðverjinn sló boltann laust, beint á Milner sem þakkaði fyrir sig og skoraði. 

Arsenal gafst hins vegar ekki upp og varamaðurinn Alex Iwobi átti flotta sendingu á Lacazette á 82. mínútu. Frakkinn lék á Alisson í markinu og kláraði afar vel og reyndist það síðasta marki leiksins. 

Liverpool fór upp í 27 stig eftir leikinn og er liðið með stigi meira en Manchester City, sem á leik til góða. Arsenal er í fjórða sæti með 23 stig. 

Arsenal 1:1 Liverpool opna loka
90. mín. Mohamed Salah (Liverpool) fer af velli
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert