Everton bannað að kaupa unga leikmenn

Frá leik með Everton.
Frá leik með Everton. AFP

Everton má ekki kaupa unga leikmenn af öðrum enskum úrvalsdeildarfélögum næstu tvö árin eftir að félagið var fundið sekt um ólöglegar samningaviðræður við leikmenn. Forráðamenn ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta sektuðu félagið einnig um 500.000 pund.

Everton bauð ungum leikmanni og fjölskyldu hans háar upphæðir til að ganga til liðs við félagið, er hann var samningsbundinn öðru ónefndu félagi. 

Við nánari athugun kom í ljós að félagið hafði reynt að fá sex aðra leikmenn með sama hætti. Félagið ætlar ekki að áfrýja dómnum. Gylfi Þór Sigurðsson er leikmaður Everton. 

mbl.is