Fred valdi United vegna Mourinho

Fred er mjög hrifinn af José Mourinho.
Fred er mjög hrifinn af José Mourinho. AFP

Brasilíski miðjumaðurinn Fred ákvað að ganga í raðir Manchester United í stað Manchester City vegna José Mourinho, knattspyrnustjóra United. Fred gekk í raðir United frá Shakhtar í Úkraínu fyrir 52 milljónir punda í sumar. 

„Ég fékk tilboð frá City í janúar á síðustu leiktíð og ég ræddi við Brasilíumennina hjá félaginu. Þeir reyndu að sannfæra mig um að koma en að lokum gekk það ekki upp. Í sumar heyrði ég svo frá United og var fljótur að ákveða mig,“ sagði Fred í samtali við Four Four Two. 

„Mourinho er þvílíkur fagmaður og allir leikmenn kunna að meta að spila fyrir stjóra eins og hann. Ég er búinn að læra mikið af honum. Hann er strangur, en það er hluti af vinnunni hans.

Utan vallar er hann fyndinn og léttur. Hann var mjög stór ástæða þess að ég ákvað að ganga í raðir Manchester United og ég er þakklátur fyrir að hann sýndi mér áhuga,“ sagði Fred enn fremur. 

mbl.is