Pogba missti af æfingu

Paul Pogba var ekki með á æfingu í dag.
Paul Pogba var ekki með á æfingu í dag. AFP

Óvíst er að Paul Pogba verði með Manchester United þegar liðið mætir Englandsmeisturum Manchester City í grannaslagnum mikla á Etihad-leikvanginum á sunnudaginn, í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu.

Pogba var ekki með á æfingu í dag en samkvæmt enskum fjölmiðlum er þó um „minni háttar“ meiðsli að ræða. Hvorki er ljóst hvenær Frakkinn meiddist né hvers eðlis meiðslin eru en hann lék allan leikinn í 2:1-sigrinum á Juventus á miðvikudagskvöld.

Sömuleiðis er óvíst að belgíski framherjinn Romelu Lukaku geti mætt City en hann hefur misst af síðustu leikjum, sigrunum gegn Bournemouth og Juventus. Lukaku var fyrr í dag valinn í belgíska landsliðshópinn sem mætir Íslandi næsta fimmtudagskvöld.

mbl.is