Jóhann Berg fór meiddur af velli í dag

Jóhann Berg Guðmundsson fór meiddur af velli í dag.
Jóhann Berg Guðmundsson fór meiddur af velli í dag. AFP

Jóhann Berg Guðmundsson var í byrjunarliði Burnley í markalausu jafntefli við Leicester í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Jóhann fór af velli á 65. mínútu og staðfesti Sean Dyche, knattspyrnustjóri liðsins, að um meiðsli væri að ræða.  

Ekki er vitað hversu alvarleg meiðslin eru, en þau eru í kálfa. Jóhann var í íslenska landsliðshópnum sem mætir Belgíu og Katar í næstu viku og er óvíst hvort meiðslin hafi áhrif á þátttöku hans í leikjunum. 

mbl.is