Klopp vill viðbrögð frá UEFA

Jürgen Klopp.
Jürgen Klopp. AFP

Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, hefur tjáð sig um fréttaflutning Der Spiegel þar sem flett hefur verið ofan af Manchester City og hvernig félagið hefur komist framhjá reglum Evrópska knattspyrnusambandsins, UEFA, um fjárhagslega háttvísi þar sem segir að ekki megi eyða um efni fram.

„Það er erfitt að tjá sig um þetta, en ég get sagt með vissu að reglurnar um fjárhagslega háttvísi eru klárlega af hinu góða. En ef reglurnar eru í gildi þá þarf að hafa viðurlög við því ef þær eru brotnar,“ er haft eftir Klopp hjá Sky þar sem hann kallar eftir viðbrögðum frá UEFA.

Der Spieg­el hef­ur frá því á mánu­dag­inn farið ít­ar­lega yfir um­svif eig­enda Manchester City, sem hafa með Man­sour bin Zayed Al Na­hy­an, sj­eik­inn af Abu Dhabi, í far­ar­broddi gert fé­lagið það fjár­sterk­asta í heimi. Þá hef­ur verið farið yfir hvernig fé­lagið hafi kom­ist fram ­hjá regl­um UEFA um fjár­hags­lega hátt­vísi, meðal ann­ars með því að skil­greina svim­andi háar greiðslur frá eig­end­un­um sem aug­lýs­inga­tekj­ur.

mbl.is