Markalaust hjá Jóhanni – Newcastle að vakna

Aaron Lennon og Ben Chilwell eigast við í leik Leicester ...
Aaron Lennon og Ben Chilwell eigast við í leik Leicester og Burnley í dag. AFP

Fjórum leikjum var að ljúka í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Jóhann Berg Guðmundsson og lið Burnley gerðu þá markalaust jafntefli við Leicester og er án sigurs í síðustu fimm leikjum.

Jóhann Berg fór af velli á 65. mínútu hjá Burnley, sem er í 15. sæti deildarinnar með níu stig að loknum 12 leikjum. Leicester er í 10. sætinu með 17 stig.

Newcastle vann sinn annan leik í röð eftir að hafa ekki unnið í fyrstu tíu umferðunum þegar liðið heimsótti Bournemouth. Salomon Rondon skoraði bæði mörk Newcastle, hans fyrstu fyrir félagið, og er liðið nú komið upp í 14. sæti með jafnmörg stig og Burnley.

Huddersfield náði í stig í botnbaráttunni með 1:1 jafntefli gegn West Ham og þá gerðu Southampton og Watford einnig 1:1 jafntefli.

Leicester – Burnley 0:0

Huddersfield – West Ham 1:1
Pritchard 6. - Anderson 74.

Newcastle – Bournemouth 2:1
Rondon 7., 40. - Lerma 45.

Southampton – Watford 1:1
Gabbiadini 20. - Holebas 82.

Salomon Rondon skorar annað mark sitt fyrir Newcastle í dag.
Salomon Rondon skorar annað mark sitt fyrir Newcastle í dag. AFP
Uppfærist sjálfkrafa meðan leikur er í gangi

Allar lýsingar í beinni

Leicester 0:0 Burnley opna loka
90. mín. Leik lokið Leik lokið með markalausu jafntefli. Hinum leikjunum er ekki lokið en staðfest úrslit má sjá í fréttinni hér að ofan þegar þeim lýkur.
mbl.is