Mata að taka óvænt skref á Englandi?

Juan Mata.
Juan Mata. AFP

Spænski knattspyrnumaðurinn Juan Mata, leikmaður Manchester United, gæti tekið óvænt skref á ferlinum næsta sumar þegar samningur hans á Old Trafford rennur út.

Breska útvarpsstöðin talkSPORT greinir frá því í dag að Mata muni ekki endurnýja samning sinn við United heldur ganga í raðir Arsenal á frjálsri sölu. Það sem er sagt ýta undir þær sögusagnir er sú staðreynd að Unai Emery, núverandi stjóri Arsenal, stýrði Valencia á Spáni þegar Mata var á mála þar. Þeir gætu því endurnýjað kynni sín í Lundúnum.

Mata yfirgaf Valencia árið 2011 og gekk í raðir Chelsea. Mata fór þaðan til United árið 2014 en það var Dav­id Moyes, fyrr­ver­andi stjóri United, sem keypti hann á sín­um tíma. José Mour­in­ho, núverandi stjóri United, var þá stjóri Chel­sea. Mata hef­ur ekki átt fast sæti í liði Manchester United síðan José Mour­in­ho tók við stjórn­artaum­un­um hjá fé­lag­inu árið 2016. 

Mata verður 31 árs í apríl næstkomandi, en hann hef­ur aðeins byrjað fimm leiki í ensku úr­vals­deild­inni á þess­ari leiktíð. Hann á að baki 41 landsleik fyrir Spánverja.

mbl.is