Gylfi og Everton náðu í stig á Brúnni

Gylfi Þór Sigurðsson og Álvaro Morata berjast um boltann í …
Gylfi Þór Sigurðsson og Álvaro Morata berjast um boltann í dag. Ljósmynd/ChelseaFC

Chelsea og Everton gerðu markalaust jafntefli er þau mættust í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Þrátt fyrir markaleysið var leikurinn nokkuð skemmtilegur og bæði lið fengu færi til að tryggja sér þrjú stig. 

Chelsea var mun meira með boltann og skapaði fín færi en Jordan Pickford í markinu og vörnin fyrir framan hann stóðu vaktina afar vel. Everton fékk sín færi líka, en þó engin dauðafæri. 

Gylfi Þór Sigurðsson lék fyrstu 76 mínúturnar hjá Everton, en hann fór haltrandi af velli. Gylfi lenti illa í því er Jorginho tæklaði hann afar illa í fyrri hálfleik og náði hann ekki að jafna sig að fullu eftir það. 

Chelsea er í þriðja sæti deildarinnar með 28 stig og Everton í nínda sæti með 19 stig. 

Chelsea 0:0 Everton opna loka
90. mín. Það verða að minnsta kosti fimm mínútur í uppbótartíma.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert