Guardiola gert að útskýra ummæli sín

Pep Guardiola á hliðarlínunni í gær.
Pep Guardiola á hliðarlínunni í gær. AFP

Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, þarf að útskýra ummæli sín í aðdraganda grannaslagsins við Manchester United. Enska knattspyrnusambandið hefur krafist þess.

Stjórum í úrvalsdeildinni er ekki heimilt að tjá sig um dómara fyrir leiki, en Guardiola gerði það fyrir grannaslaginn í gær. Hann ræddi þá um Anthony Taylor og gaf í skyn að hann væri hliðhollur United.

„Hann mun reyna að gera sitt besta. Vonandi mun hann taka skynsamar ákvarðarnir fyrir bæði lið og gera úr því góðan leik,“ sagði Guardola þegar hann svaraði spurningu blaðamanns um Taylor dómara.

Guardiola og hans menn unnu leikinn 3:1 en hann hefur til fimmtudags til þess að útskýra ummæli sín fyrir sambandinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert