Rooney ætlar ekki að snúa aftur

Wayne Rooney er í enska landsliðshópnum sem mætir Bandaríkjunum í …
Wayne Rooney er í enska landsliðshópnum sem mætir Bandaríkjunum í vináttuleik 15. nóvember. AFP

Wayne Rooney, fyrrverandi fyrirliði enska landsliðsins í knattspyrnu, hefur útilokað að snúa aftur í ensku úrvalsdeildina. Enskir miðlar greindu frá því í byrjun mánaðarins að Rooney gæti snúið aftur í ensku úrvalsdeildina sem lánsmaður, þegar tímabilið klárast í Bandaríkjunum en hann er samningsbundinn DC United í MLS-deildinni.

„Ég er samningsbundinn DC United og ég gef mig allan í næstu verkefni liðsins. Þegar tímabilið klárast þá mun ég nota tímann til þess að safna kröftum og eyða tíma með börnunum mínum sem eru í skóla hér í Bandaríkjunum. Ég fer til Englands yfir hátíðirnar til þess að eyða tíma með vinum og vandamönnum.“

„Það væri ekki sanngjarnt, gagnvart DC United, ef ég væri að fljúga fram og til baka til þess að spila nokkra leiki á Englandi. Mér líður vel í Bandaríkjunum og þetta var réttur tímapunktur til þess að yfirgefa England. Ég ætla mér að klára ferilinn í Bandaríkjunum og ég reikna ekki með að spila fyrir annað lið en DC United,“ sagði Rooney enn fremur í samtali við ESPN.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert