Trippier dregur sig út úr hópnum

Kieran Trippier er á sjúkralistanum.
Kieran Trippier er á sjúkralistanum. AFP

Kieran Trippier, leikmaður Tottenham Hotspur, hefur dregið sig út úr enska landsliðinu í knattspyrnu vegna meiðsla. 

England mætir Bandaríkjunum og Króatíu á næstu dögum. Er Trippier annar leikmaðurinn sem ekki er leikfær en Danny Welbeck ökklabrotnaði á dögunum. 

Trippier glímir hins vegar við meiðsli í nára en hann meiddist í leiknum gegn Crystal Palace á laugardaginn. Ekki liggur fyrir hversu alvarleg meiðslin eru eða hvort Trippier kunni að missa af næstu leikjum Totttenham. 

mbl.is