Gerrard rifjar upp erfitt augnablik

Steven Gerrard rifjaði upp erfitt augnablik.
Steven Gerrard rifjaði upp erfitt augnablik. AFP

Steven Gerrard, fyrrverandi leikmaður Liverpool og núverandi knattspyrnustjóri Rangers í Skotlandi, opnar sig um eitt erfiðasta augnablik sitt á ferlinum í heimildarmynd sem kemur út um kappann í vikunni. 

Þann 27. apríl árið 2014 mættust Liverpool og Chelsea í ensku úrvalsdeildinni og með sigri hefði Liverpool náð fimm stiga forskoti á toppi deildarinnar þegar aðeins tvær umferðir voru eftir. Þess í stað vann Chelsea 2:0 og varð Manchester City að lokum Englandsmeistari. 

Demba Ba skoraði fyrra mark Chelsea eftir afar slæm mistök hjá Gerrard, þar sem hann rann á rassinn og Ba komst einn í gegn og skoraði. Gerrard var að glíma við bakmeiðsli fyrir leikinn en hann vildi ekki nota það sem afsökun.

„Meiðslin voru engin afsökun. Þetta var ekkert nema óheppni. Þegar það er verið að gera kvikmynd um þig, verður þú að vera hreinskilinn,“ sagði Gerrard um atvikið. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert