Englendingar taka upp myndbandsdómgæslu

Mark Hughes stjóri Southampton og Jürgen Klopp stjóri Liverpool laufléttir. …
Mark Hughes stjóri Southampton og Jürgen Klopp stjóri Liverpool laufléttir. Hughes skammaði knattspyrnuyfirvöld á Englandi á dögunum fyrir að nýta ekki tæknina. AFP

Myndbandsdómgæsla verður leyfð í ensku úrvalsdeildinni á næsta keppnistímabili samkvæmt fréttum BBC en á ensku er hún kölluð VAR. Knattspyrnuunnendur sáu þessa tækni til að mynda nýtta á HM í Rússlandi í sumar. 

Nokkur umræða hefur verið um hvort nýta eigi þessa tækni í ensku deildinni að undanförnu og hafa nokkrir knattspyrnustjórar stigið fram og lýst yfir undrun sinni á því að tæknin skuli ekki vera nýtt á þessu keppnistímabili. Nú síðast Mark Hughes, stjóri Southampton og leikmaður ársins í deildinni 1989 og 1991. 

Í vetur er tæknin notuð í efstu deild á Ítalíu og í Þýskalandi. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert