Aubameyang að glíma við meiðsli

Pierre-Emerick Aubameyang hefur skorað sjö mörk í ensku úrvalsdeildinni á …
Pierre-Emerick Aubameyang hefur skorað sjö mörk í ensku úrvalsdeildinni á þessari leiktíð. AFP

Pierre-Emerick Aubameyang, sóknarmaður enska knattspyrnufélagsins Arsenal, er að glíma við meiðsli í baki en framherjinn greindi frá þessu á Twitter-síðu sinni á dögunum. Aubameyang átti að vera í landsliðsverkefni með Gabon en þurfti að draga sig út úr hópnum.

Í fyrstu var ekki gefið út af hverju Aubameyang hefði þurft að draga sig út úr hópnum en nú er ljóst að hann er meiddur. Aubameyang hefur átt mjög gott tímabil með Arsenal á þessari leiktíð og hefur skorað sjö mörk í tólf úrvalsdeildarleikjum á þessu tímabili.

Arsenal er sem stendur í fimmta sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 24 stig eftir fyrstu tólf umferðirnar, átta stigum minna en topplið Manchester City. Arsenal sækir Bournemouth heim næstkomandi sunnudag í ensku úrvalsdeildinni og er ekki ljóst hvort Aubameyang verði klár í slaginn fyrir þann tíma.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert