Fabinho á förum frá Liverpool?

Fabinho hefur ekki heillað stuðningsmenn Liverpool síðan hann kom í ...
Fabinho hefur ekki heillað stuðningsmenn Liverpool síðan hann kom í sumar. AFP

Brasilísku miðjumaðurinn Fabinho gæti verið á förum frá enska knattspyrnufélaginu Liverpool í janúarglugganum en það eru ensku götublöðin sem greina frá þessu. Fabihno kom til Liverpool í sumar frá Monaco en Liverpool borgaði tæplega 44 milljónir punda fyrir miðjumanninn.

Fabinho hefur ekki heillað stuðningsmenn liðsins á þessari leiktíð en hann fékk ekkert að spila með liðinu í upphafi tímabils. Hann hefur fengið tækifæri í byrjunarliðinu í undanförnum leikjum en stuðningsmenn Liverpool hafa ekki trú á því að hann geti aðlagast knattspyrnustílnum sem Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, vill spila.

Mirror greinir frá því að Klopp gæti freistast til þess selja leikmanninn í janúar til þess að fjármagna kaupin á Christian Pulisic, sóknarmanni Borussia Dortmund, en Klopp er mikill aðdáandi bandaríska landsliðsmannsins. Juventus og AC Milan eru bæði sögð áhugasöm um Fabinho sem spilaði frábærlega með Monaco í þrjú ár.

mbl.is