Ekki búinn að gefast upp hjá Chelsea

Olivier Giroud.
Olivier Giroud. AFP

Franski framherjinn Oliver Giroud segist ætla að berjast fyrir tilverurétti sínum hjá Chelsea, en hann hefur átt erfitt með að festa sig í sessi hjá félaginu.

Hinn 32 ára gamli Giroud hefur aðeins byrjað þrjá leiki í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu, en hann gekk í raðir Chelsea frá Arsenal í janúar síðastliðnum. Samningur hans rennur út næsta sumar og eru engar viðræður hafnar um nýjan samning.

„Mun ég þurfa að fara annað til þess að halda sæti sínu í landsliðinu? Ég er bara rólegur og set ekki pressu á mig. Ég er kappsamur og auðvitað myndi ég vilja spila meira, en ég er hjá stóru félagi með frábærum leikmönnum. Ég ætla að berjast fyrir sæti mínu og er ekki að leita að útgönguleið,“ sagði Giroud.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert