Jafnaði 52 ára gamalt met

Marcus Rashford á fleygiferð með boltann í leiknum gegn Króötum …
Marcus Rashford á fleygiferð með boltann í leiknum gegn Króötum í gær. AFP

Marcus Rashford framherji enska landsliðsins í knattspyrnu jafnaði 52 ára gamalt met í sigri Englendinga gegn Króötum í Þjóðadeild UEFA í knattspyrnu í gær.

Þetta var 16. landsleikur Rashfords á almanksárinu og hefur enginn leikmaður spilað jafnmarga leiki með enska landsliðinu á einu ári síðan Jack Charlton gerði það árið 1966 þegar Englendingar urðu heimsmeistarar undir stjórn Sir Alf Ramsey.

Rashford hefur í þessum leikjum skorað 4 mörk og gefið eina stoðsendingu en Englendingar tryggðu sér sæti í undanúrslitum Þjóðadeildarinnar með sigrinum gegn Króötum á Wembley í gær.

Eini leikurinn sem Rashford spilaði ekki með Englendingum í ár var leikurinn á móti Panama í riðlakeppni HM í Rússlandi í sumar þar sem Englendingar unnu stórsigur 6:1.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert