Skoðaði fleiri í leik Belga og Íslendinga

José Mourinho á leik Belga og Íslendinga.
José Mourinho á leik Belga og Íslendinga. mbl.is/Guðmundur Hilmarsson

Eins og fram hefur komið var José Mourinho, knattspyrnustjóri Manchester United, á meðal áhorfenda á viðureign Belga og Íslendinga í Þjóðadeild UEFA í Brussel í síðustu viku.

Enskir fjölmiðlar segja að Mourinho hafi verið að fylgjast með Toby Alderweireld miðverði Belga og Tottenham.

Fram kemur í belgíska blaðinu Het Laatste Nieuws að Mourinho hafi einnig verið að skoða miðjumanninn Axel Witsel, sem lék sinn 100. landsleik í viðureigninni gegn Íslendingum. Witsel gekk í raðir þýska liðsins Borussia Dortmund í sumar frá kínverska liðinu Tianjin Quanjian og hefur farið á kostum með þýska toppliðinu.

mbl.is